Færsluflokkur: Tónlist

Djass-popp-tilraunadívan norska Hanne Hukkelberg

Fyrir nokkru benti Dr. Gunni í tónlistarbloggi sínu á lag með Hanne Hukkelberg. Lagið heitir Little girl og ég varð mjög hrifinn. Svo fékk ég að heyra meira með þessari ótrúlega hugmyndaríku og skemmtilegu söngkonu og verð hreinlega að mæla eindregið með henni.

Hanne notar heilan helling af ólíkum og frumlegum hljóðfærum auk hefðbundinna til að skapa hljóðheim, sem engu að síður er rammaður inn í skipulegan ramma, hryn- og ómþýðan. Mæli eindregið með dreymandi tónum Hanne Hukkelberg á plötunni Little Things.

Sérstaklega finnst mér núna lögin Searching, Cast anchor og Do not as I do, standa upp úr, með dillandi laglínum víxlverkandi með röddum sem kallast á og ásækjandi aukahljóðum eins og skvampi í vatni og skoppi í hjólagjörðum.

Hér má sjá gagnrýni Pitchforkmedia á plötuna Little Things.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband