Sitt lagt af mörkum

Ég hef ákveðið að leggja mitt af mörkum til að hjálpa Blog.is af stað. Þrátt fyrir að venjulega tæmi ég þanka mína út á aðra slóð, langar mig a.m.k. til að skella viðhorfspistlum hér inn og kannski einhverjum pælingum.

Sjáum til hvernig þetta gengur.

Og svo ég taki það strax fram...

Ég er enginn snillingur eða "heimspekingur". Ég er bara ósköp venjulegur blaðamaður sem notar stundum húmor sem leið til að setja hluti í annað samhengi. Ég ætlast ekki til að orðum mínum sé tekið sem tilraun til að setja fram algildan sannleik um lífið. Enginn skyldi ætla mér röksnilld Sókratesar, Platóns eða David Hume. Þó ég "skarti" heimspekigráðu, sé eftir henni leitað, hef ég aldrei gert mikið úr henni, það er líka hálf hallærislegt að flagga og veifa gráðum.

Bestu Kveðjur,
Svavar Knútur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband