Það hlaut að koma að því

Íslendingar eru komnir með vísi að Þjóðarflokki a-lá hin norðurlöndin og Le Pen í Frakklandi og svona. Flokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að fækka útlendingum í landinu.

Skrambi hressilegt að flokkur ætli til valda sem hafi stjórnarskrár- og mannréttindabrot sem sitt helsta stefnumál.

Fyrir þá sem ekki átta sig á því er fylgið langmest meðal verkafólks og ófaglærðra. Hvers vegna? Vegna þess að þeir sem ráða nota útlendingana til að halda niðri launum og kjörum verkafólks og verkafólkið sér útlendingana sem rót sinna vandamála. Í stað þess að reiðast þeim sem ráða og breyta áherslunum mun þetta fólk nú kjósa útlendingana sem eru bara komnir hingað til að vinna og lifa góðu lífi, rétt eins og við. Vegna þess að þetta fólk getur ekki treyst stjórnmálamönnunum til að tryggja sér mannsæmandi laun. Þetta er ástandið sem er búið að vera að skapast allt í kringum okkur og enginn hefur viljað gera neitt í. Menn nota útlendingana til að halda launum og kjörum niðri og verða svo hissa á rasismanum sem verður til úr því.

 Þetta er fyndið land sem við búum í gott fólk.

Bestu kveðjur,

Svavar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekkirðu marga Íslendinga sem myndu láta bjóða sér þau störf sem erlenda vinnuaflið sættir sig prýðilega við? Ekki ég ;).
Kv,
B

Húsmóðir (IP-tala skráð) 19.4.2006 kl. 19:51

2 identicon

Það er erfitt að berjast gegn fáfræði með visku

Helgi Valur (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband